At last, I'm here
Jæja here goes.
Eitt af því leiðinlegasta sem ég geri á vafri mínu um netið er að lesa "fyrstu" bloggfærslur fólks. Þær eru allar eins; "bara prufa" "ath hvort þetta virki, meira seinna" osfrv.
Þetta ætla ég ekki að gera. Ég ætla að blogga eins og ég hafi aldrei gert annað.
Ég var að koma af fundi um málflutningskeppnina Jessup. Þetta var annar fundur af mörgum (væntanlega) og spennustigið hjá mér virðist aukast í beinu samhengi við fjölda funda. Þetta þýðir sennilega að ég kem ekki til með að halda vatni þegar að keppninni sjálfri kemur, en það er seinni tíma vandamál.
Annars er allt með því sama. Er að fara á fyrsta húsfundinn minn í kvöld og ætla að byrja á því að rífast. Lögfræðingurinn í mér leyfir ekki annað. Veit ekki um hvað ég ætla að rífast en það verður eitthvað.
Nú ætla ég að ýta á "publish post" og sjá "hvort að þetta virki"
JFK
2 Comments:
Þetta er hið besta mál, ég styð þetta alfarið. Húrra.
Gleði mín er takmarkalaus! Skrifaðu nú svo af alkunnri snilld.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home