JFK

The wonderful world of John

Thursday, October 13, 2005

Annar í bloggi

Wellwellwell,
bloggið mitt orðið dags gamalt og ég er búinn að fá heil þrjú comment. Tvö af þeim meira að segja endurtekning en ég tek því.

Enginn skóli í dag, sem er gott, en ég náði í möppuna fyrir Jessup hjá Ásgeiri og þarf að lesa yfir það, sem er ekki jafn gott. Þetta virðist þó vera áhugavert þannig að þetta er aftur orðið gott.

Svo vorum við Halla að frétta af bíl sem við höfum áhuga á og gæti orðið til þess að ég bregði mér suður um helgina til að líta á gripinn. Það þarf þó margt að ganga upp til þess að af þessu geti orðið, en ég er fæddur til þess að leysa vandamál. Meira segja er ég annálaður fyrir það. Margir haft það að orði.

Hef þetta ekki lengra að sinni, en ég er svo spenntur fyrir nýja blogginu mínu að ég á pottþétt eftir að skrifa meira í dag.

blæ í bili
JFK

3 Comments:

At 12:45 PM , Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með þetta frábæra blogg...vertu nú duglegur að skrifa e-ð skemmtilegt ;)

 
At 1:59 PM , Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með bloggsíðuna þína elsku kallinn minn!
Mikið hlakka ég til að lesa meira bull og öll þau sannindi sem eru að gerast í lífi þínu!
Og enn meira hlakka ég til þegar þú ert búinn að gera demo með laginu og setja það hér inn....hehehehe!
luv ya Helena

 
At 3:08 PM , Blogger JFK said...

HAha, já með þessu áfamhaldi þá náum við jafnvel leik fyrir áramót

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home