JFK

The wonderful world of John

Thursday, October 13, 2005

Önnur færsla annars dags

Jæja, eins og ég lofaði er ég að posta í annað skiptið í dag. Ég held að það sé mikilvægt að vera virkur í þessum bransa fyrstu daganna svo að maður verði tekinn alvarlega af bloggheiminum. Mér virðist hinsvegar á ferð minni um vefinn eins og þessi regla gildi ekki ef að maður hefur haldið síðu út í ákveðið langann tíma. Máli mínu til stuðnings bendi ég á allt fólkið sem ég kann ekki ennþá að "linka" á en heldur út bloggsíðu.

Í þessa gryfju ætla ég ekki að falla. Of oft hefur hápunktur dags míns falist í því að einhver af mínum "must-read" bloggurum hefur séð sóma sinn í að birta pistil. Ég hef brugðist glaður við jafnvel þó að innihald þeirra pistla hafi verið rýrt svo ekki sé sterkara að orðið kveðið. Ég staðfastlega neita að trúa því að líf vina minna sé ekki innihaldsríkara en svo að tvær vikur þurfa að líða milli færslna.

Með þessu er ég hinsvegar engan veginn að fella einhvern áfellisdóm yfir vinum mínum og kammerötum og lífi þeirra. Meira svona að góðfúslega að benda á að ef að ég get þetta, þá geta þetta allir.

Þess vegna legg ég til að það verði sameiginlegt átak allra þeirra sem að lesa þetta og halda úti bloggsíðu að fjöldi færslna aukist.

Viðurkennið það; ykkur finnst jafngaman og mér að lesa blogg, þau þurfa ekki einu sinni að vera skemmtileg.

Jón "semætlaraðgerabyltinguíbloggheiminum" Fannar

5 Comments:

At 5:11 PM , Anonymous Anonymous said...

Úllalla, JFK farinn að blogga, það verður gaman að fylgjast með þér hér, og mundu svo að standa við stóru orðin kallinn minn!!!

 
At 5:42 PM , Blogger ziggipeter said...

Hello!!!
Það er ekki komið neinn linkur á félaganna í lögfræðinni!!!

En annars skal ég lofa þér því að á mínu bloggi finnuru aldrei innihaldsríka pistla;)

Þetta blogg er samt auddað alveg súperdúper eins og þú bangsinn minn:)

 
At 5:48 PM , Blogger JFK said...

Kann ekki að linka, Bjarki er ekki að standa sig í kennslunni ;)

 
At 10:11 PM , Blogger Mastro Titta said...

Ég kenni Pétri Leifs um...

 
At 10:52 AM , Anonymous Anonymous said...

Veivei fleiri bloggarar sem geta truflað mig frá lærdómi! Úff..hvar endar þetta allt saman........annars flott hjá þér Jón minn! Nú get ég lítilsvirt þig og niðurrakkað í viðurvist alheims :) Miiiiikið verður þetta gaman! ;)

Hilsen, Agga

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home