JFK

The wonderful world of John

Friday, October 14, 2005

Föstudagur, Það er góður dagur

Jæja, þá er runninn upp föstudagur í allri sinni dýrð. Lofaður sé föstudagur.

Anywho, þá er ég búinn að fara á æfingu í dag með honum Jóa mínum. Tókum heljarinnar mikið á því og það styttist óðfluga í að við förum að taka sömu þyngdir og massaða fimmtiu og fimm ára gamla konan sem er stundum að væflast fyrir okkur.
Við komust að því að ég er búinn að léttast um eitt kíló en Jói búinn að þyngjast um eitt kg. Sem er skrítið því við erum á sama programmi. En þetta er allt í góðu því að ég mátti alveg léttast og Jói mátti alveg þyngjast.

Ráfaði inn á nýja Kastljós þáttinn. Þar var Ingibjörg Sólrún í viðtali og var að gefa sín viðbrögð við ummælum Davíðs Oddssonar. Mér fannst einn punktur hjá henni athyglisverður. Í allri þessari umræðu um Davíð og Baugsfeðga finnst mér eins og mönnum hafi verið skipt í tvær fylkingar. Annað hvort styður þú Davíð og þ.a.l. hataru Baugsfeðga, eða öfugt.
Ég segi fyrir mitt leyti að hegðun Davíðs, hvað þetta mál varðar, hefur á stundum verið óviðeigandi. Ég er hinsvegar enginn harður stuðningsmaður baugsmanna og ef að þeir hafa gerst sekir um þau brot sem þeir eru sakaðir um (og eftir standa) þá á að sjálfsögðu að refsa þeim fyrir það.


Þetta finnst mér eyðileggja pínu umræðuna sem annars er áhugaverð. Þessi fylkingaskipting er barnaleg og bíður ekki upp á skynsamlegar rökræður. Fólk á að geta haft eina skoðun án þess að vera sjálfkrafa sakað um að hafa aðra. Þetta tvennt þarf alls ekkert að haldast í hendur.

Annars bíður mín skóladagur sem ég hef tröllatrú á að verði einn sá besti hingað til. Svo er helgin framundan og ég sé fram á að hún verði með rólegasta móti og ég hlakka til.
Svo vil ég hvetja fólk til þess að kvitta í commenta-kerfið þar sem að enginn gestabók er kominn upp. Ég kenni Bjarka að sjálfsögðu um það, sem aftur kennir Pétri Leifs um það. Þannig virkar þetta fínt og allir sáttir (nema kannski Pétur).

JFK

4 Comments:

At 11:21 AM , Blogger JFK said...

Frábært, geðveikt glaður að sjá að það voru strax kominn 3 comment, svo er það bara spam vibbi. Held að ég hafi náð að leysa það samt
JFK

 
At 11:21 AM , Blogger Smári said...

heill og sæll frændi, gaman að sjá að þú ert kominn með blogg, enn ein síðan sem maður verður að skoða áður en maður getur hafist handa við ritgerðarskriftir og gerir það að verkum að minna verður úr deginum. Ég gæti nú ekki verið meira sammála þér með þessa baugsumræðu, ótrúlegt hvað fólk getur verið ómálefnalegt. Það er eins og fólk megi ekki lengur hafa eigin skoðanir, ef maður er sjálfsæðismaður þá á maður á maður líka að hata baug... Haltu áfram að blogga daglega, gaman að lesa hvað gerist hjá þér. shit ég er nú örugglega búinn að skrifa meira hér en á mína síðu í ár...

kveðja frá Noregi

 
At 11:57 AM , Anonymous Anonymous said...

Darling!!! Mikið gaman að þessu og ég er hjartanlega sammála þessari færslu um þetta baugsmál..... Orðin frekar súr verð ég að segja!!!

Nújá annars er bara gott að frétta úr baugsveldinu......

Kv. Hadda

 
At 2:36 PM , Anonymous Anonymous said...

Ég skila kveðju til Davíðs frá þér.

Með kveðju frá landsfundinum

Baby sys.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home