JFK

The wonderful world of John

Friday, October 14, 2005

Tvö blogg á dag,,,

...skapið í lag :D
Jæja dagur er að kveldi kominn. Ég reyndist ekkert sérlega sannspár þegar ég fullyrti að þessi skóladagur yrði öðrum fremri. Tíminn var í sjálfum sér ágætur en ég var ekki alveg í zone-inu og varla að nenna þessu. Þurfti svo í þokkabót að yfirgefa svæðið áður en ZiggiPé, Elva og Hreiðar héldu fyrirlestur. Hef samt engar áhyggjur að þeim hafi fipast við það og eflaust leyst það verkefni eins og önnur af stakri prýði.

Annars er það bara rólegheita föstudagskvöld. Ætla að horfa á Idol með mömmu og Höllu minni og þeir sem vilja gera eitthvað grín að því ættu að hafa það í huga að mamma les bloggið mitt og er ekki kona sem þið viljið fá uppá móti ykkur, nema síður sé.

Ef það er eitt sem að ég hef lært af mömmu minni og kærustu þá er það það að láta útlitið ekki blekkja. Litlar manneskjur geta gert skaða. Ég get nefnt fullt af frekari dæmum sem frekar styðja þessa fullyrðingu en ætla að láta nægja að nefna Vigdísi (og alloS þegar hún var í ham)

Helgin verður svo tekin í það að vinna í minni ástkæru búð Drezzmann sem er sveittasta búllan í bænum.

Það barst í tal um daginn að hæfniskröfurnar sem menn þurfa að uppfylla í Drezzmann eru farnar að vera ansi miklar, og mér finnst það bara ósköp eðlilegt. Síðasta viðbótin í Drezmann fjölskylduna er stórvinur minni ZiggiP en hann er með a.m.k. heilt ár í rekstrarfræði og á þriðja ár í lögfræði á bakinu.
Með þessu áframhaldi verður erfitt að manna stöður í búllunni en það er alltílagi á meðan ég og Ziggi erum þarna, við reddum þessu.

Wellster, hef það ekki lengra í bili
JFK

5 Comments:

At 11:54 PM , Anonymous Anonymous said...

Hæ til hamingju með síðuna,aldeilis fínt hjá kallinum verður gaman að fylgjast með hvort þú hafir eitthvað krassandi fyrir okkur.Hafðu góðan vinnudag á morgun í Dressmann og seldu eins og brjálæðingur.

 
At 8:13 AM , Blogger ziggipeter said...

SKO!!! Ég stamaði mið í gegnum þetta en fipaðist oft! svo þegar Elva fór að tala byrjaði ég að gráta! og þegar Hreiðar byrjaði var ég hættur að taka eftir öllu í kringum mig!!! Hvernig gastu gert mér þetta Jón!

En jújú! við bangsarnir vinnum þetta upp í Strezzmann í dag og næsta dag líka. Eftir einn Laté og smá knús frá þér þá verður þetta allt betra:)

 
At 8:16 AM , Blogger ziggipeter said...

naunaunaunaunau!!!!

Er kallinn kominn með svona blindravörn á bloggið sitt!!! ætlaði aldrei að fatta þetta! var búinn að reyna senda svona tíu sinnum þegar ég fattaði að ég þarf að gera svona password!

 
At 2:29 PM , Blogger Ally said...

ok nú get ég kommentað og þá get byrjað skítkastið fyrir alvöru

 
At 2:29 PM , Blogger Ally said...

jessssssssss

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home