How jú dúin'?
Það styttist í að árið verði liðið. Mikið búið að gerast á þessu ári en það verður kannski tekið saman í þar tilgerðum pistli. Þessa daganna er það annars bara át, vinna og lærdómur.
Jessup er semsagt komið á fullt aftur og nýjustu tölur benda til að keppnin verði haldin þann 9.janúar næstkomandi. Það þýðir að ég þarf að krassa einhverstaðar en hef ekki miklar áhyggjur af því, nóg er framboðið (þessi fullyrðing á eftir að bíta mig í rassinn).
En ég er semsagt staddur uppí skóla og er að læra, eitthvað sem að ég á ekki að venjast á þessum tíma árs en what the hell...
Svo verða áramótin komin og farinn áður en að maður veit af. Að þessu sinni verð ég heima hjá tengdaforeldrum mínum ásamt fjölskyldu Höllu, meginþorra hennar þe. SiggiRún er í fríi þannig að ég sé fram á part-e.
Good times
Anywhooo, Case and Materials on international law, sixth edition eftir D.J. Harris bíður,
ég spring úr gleði
JFK
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home