JFK

The wonderful world of John

Monday, December 19, 2005

Jingle all the way

Eins og alltaf, nóg að gera. Var í fríi í dag og notaði daginn til þess að ná í ísskápinn sem ég var að kaupa af Atla bróður. Varð reyndar svoltið hissa þegar ég fékk tilkynninguna frá Flytjanda því að þar stóð að einhver Árni hefði sent mér skápinn. Við nánari athugun kom það hinsvegar í ljós að bróðir minn skrifar bara ekki betur því að ég gat ekki betur séð sjálfur en að Árni stæði þarna skýrum stöfum.

Svo var kallaklúbbur um helgina og var hann haldinn hjá Sigga. Við ákváðum að tileinka kvöldinu póker og það var staðið við það. Ásgeir reddaði meira að segja "professional" poker setti sem að vóg 11.5 kg. Ásgeir var líka fyrstur til þess að tapa öllu og afrekaði að gera það á ca 15min. Það virtist hinsvegar ekki nægja því að hann tók og sprengdi bankann í kjölfarið. Bjarki stóð hinsvegar uppi sem sigurvegari vel heppnaðs kvölds. Það var einnig einróma samþykkt að kallaklúbburinn myndi fjárfesta í svona poker setti.

En framundan eru jólin og ég hlakka til. Veit ekki ennþá hvaða strákar ætla að koma norður, Raggi og Robbi koma, en spurning með Sverri, Dodda og Örvar. Spurning um að heyra í þeim og athuga stöðuna.

En í kvöld erum ég og Halla mín að spá í að fara í bíó og sjá myndina um apann.

Gott stuff.

JFK

2 Comments:

At 7:25 PM , Anonymous Anonymous said...

Ég kem Jón Jón en svo fer ég líka aftur. Heyri í þér...

 
At 9:27 AM , Blogger RobbiK said...

Ég kem líka, veit ekki hvenær eða hvenær ég fer tilbaka. Er ekki búinn að plana hlutina mikið lengur en fram að hádegi í dag.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home