Þegar eitthvað bítur mann í rassgatið...
ég sá svona könnun-thingi inná blogginu hjá Adlehæd (Allý) og ákvað að taka hana. Það fylgdi því þó það skilyrði að ég yrði að setja svona könnun á bloggið mitt en ég huxaði með mér að ég myndi hunsa það og humma af mér. Það gengur ekki betur en svo að ég er kominn með nagandi samviskubit.
Ég er hinsvegar í vafa um hvort að ég eigi að setja þetta á bloggið þar sem að ég gæti sagt eitthvað til þess að hneyksla, uppljóstrað einhverjum leyndarmálum eða eitthvað.
En ég er hugrakkur drengur og læt því slag standa:
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
Tékkum á þessu,
JFK
19 Comments:
Ok ég er fyrst....... jibbý
Og ég númer tvö....heija-heija-heija
nr.3
Humm, ég skil þetta ekki ennþá...
Ertu að semja lygasögurnar???
KOMA SVO!!!!!!!!!!
úúúúúú dú mí and then dú mí again
Allý;
1. Ég var lengi skíthræddur við þig
2. TLC lagið, nr 16 minnir mig
3. Uuuu verð eiginlega að segja shell burger
4. Í skólanum að drulla yfir Sverri (þessvegna varð ég hræddur við þig)
5. Köttur
6. Ætlaru í framboð?
Doddi;
1. Þú ert rauðhærður, þú þarft aðstoð sérfræðinga vegna tölunnar 15 og gönguskíða, orgels...
2. Karlson paw tagett (ég tala ekki, skrifa ekki og fýla ekki sænsku)
3. Hamborgari með beikon, osti, frönskum, skinku, eggi, niðuskornum pylsum (við vorum geðveikir)
4. Lundarskóli, skrítni rauðhærði strákurinn
5. Hugarfar lambs í líkama bjarnar
6. OK, loksins! Doddi, af hverju, afhverjuuuuu orgelið?
Atli;
1. Ég kenndi þér um að hafa keyrt á bílinn hans Stebba frænda. Það semsagt ég sem setti bílinn í gír, bíllinn klessti á bílinn hans Stebba, fattaði hvað gerðist, stökk afturí, henti þér frammí og öskraði að þú hefðir gert þetta þegar mamma kom. Mitt sanna eðli kom snemma í ljós.
2. Live, veit ekki af hverju
3. Bernaise sósa ;)
4. Grenjandi barn í kerru sem var að stela mömmu og pabba af mér
5. Refur
6. Fílaru í spice-girls?
Mig langar líka!! c",)
æi þetta var sko ég, aulinn hún mágkona þín :)
Uss þú ert búinn að grafa þér djúpa holu hérna. En gerðu mig líka! mig! mig!
Neiii, láttu nú ljós þitt skína og segðu mér allt um mig! kv.Helena
"(ég tala ekki, skrifa ekki og fýla ekki sænsku)"
Eru þetta þakkirnar sem ég fæ eftir að hafa eytt fleiri mínútum í að gera þig mellufæran á sænsku?!? Þú ert eitt mesta náttúrubarn sem ég hef upplifað hvað varðar sænskan framburð. Þú gætir sigrað heiminn, sigrað heiminn segi ég!!!
p.s. þetta innlegg ber ekki að túlka sem ósk mína um að verða tekinn fyrir í þessum leik.
Eva
1.Ég montaði mig alltaf af kláru kærustu bróður míns þegar ég var í MA
2.Celine Dion, veit ekki akkuru
3.Vatn
4.Þegar ég labbaði uppað þér í MA og kynnti mig sem bróður Atla
5.Kött
6. Hvað sérðu eiginlega við Atla?
Geiri
1. Þú berð ábyrgð á því að ég er ekki kominn lengra í háskólanámi en raun ber vitni. But ps2 og búkolla maki it all worth it.
2.Rage agains the machine
3. Búúúúúkolla
4.Í MA,cooking up all kinds of trouble
5.Letidýr (Sloth úr iceage)
6. Saknaru ekki búkollu?
Bjarki
1.Bloggar of lítið miðað við gæði bloggsins.
2.Invader Zim
3. Bjór
4.Litla greyið í bekknum sem að snobbaða stelpan (Vigdís) settist við hliðina á í fyrsta tíma.
5.Naggrís
6.Byrjaðiru að lesa alfræðiorðabækur áður en þú fórst að ganga?
Helena
1.Þú ert ruglaðari en andskotinn
2.Arms of a woman í útfærslu Friðriks Ómars
3.Kók
4.Afmæli hjá Sigga þínum, ég skeit í buxurnar úr hræðslu, gribba dauðans.
5.Mús
6.Var þér illa við mig þegar þú sást mig í afmælinu hjá Sigga? (ég er ekkert bitur...)
Solla
1. Þú ert lítil, agnarsmá jafnvel
2. I´ve got a lovely bunch of coconuts, veit ekkert af hverju...
3. Kaffi, sem er skrítið því ég drekk ekki kaffi
4. fyrsta tíma í lögfræði (sem ég mætti í þ.e.) Hugsaði með mér að þarna væri séní á ferð sem myndi dúxa. Svo komst ég ekki yfir hve lítil þú varst.
5. Naggrís ;)(hvað varð um hann annars)
6. Hvað ertu lítil?
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home