JFK

The wonderful world of John

Monday, December 05, 2005

Hornös?

jahá, þegar maður fær comment frá Hornös að segja manni að vera ekki latur að blogga er erfitt að leiða það hjá sér. Sérstaklega þegar að maður kemst að því að Hornös er bara eitt af leyninöfnum kærustunnar sinnar.
Jamm þar hafið þið það gott fólk, kærasta mín er hornös.

Allaveganna, þá er helgin liðin og ekkert nema gott um það að segja. Ég tók mér reyndar bara frí í dag til að jafna mig eftir átök helgarinnar. Dressmann staffið fór á jólahlaðborð á laugardaginn og það var mjög vel heppnað. Tók kannski full hressilega á því og var ekki sá skemmtilegasti undir lokin en það var ekkert alvarlegt.

Á morgun ætla ég svo að taka smá Djéssup syrpu og á miðvikudaginn byrjar vinna í stressmann fram að jólum.
Hef ekki meira um málið að segja nema að pakkinn hennar Kollu sys er klár og á leiðinni í póst í fyrramálið.

Túdlus,
JFK

4 Comments:

At 10:00 AM , Anonymous Anonymous said...

Bíddu bíddu og svo ertu alltaf að segja okkur hvað kærastan þín er sæt og fín! Hornös?! Ég er svo aldeilis hlessa!

 
At 7:13 PM , Blogger JFK said...

Þetta kom mér líka í opna skjöldu.En kærasta mín er sætust og fínust því eins og skáldið sagði; "Enginn er verri þótt hann sé hornös"

 
At 11:06 AM , Anonymous Anonymous said...

Hvaða skáldskap lest þú eiginlega?!

 
At 3:00 PM , Blogger Ally said...

Hey ég vil líka yfirhalningu, settu þetta á þitt blogg

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home