JFK

The wonderful world of John

Tuesday, December 13, 2005

Bloggþurrkur

Jæja, það er langt síðan ég hef bloggað, síðan eru liðin mörg ár. Þó hefur ekki margt fréttnæmt gerst. Ég er búinn að vera að vinna og svo fór ég í dag (á frídeginum mínum) og bónaði bílinn. Tók ca þrjá tíma í að bóna kvikindið enda lítur hann guðdómlega út núna. Verst að ég tími eiginlega ekki að keyra gullmolann neitt því að þá verður hann skítugur aftur.

Varðandi commentið frá Farbor Willa hér á undan, þá örlaði fyrir samviskubiti hjá mér vegna fyrri ummæla um sænsku. Það skal hér með skýrt tekið fram að allar þessar mínótur sem að Willy eyddi í að skóla mig um vegi sænskunar voru vel þegnar og vel nýttar. Enda sá hann fyrstur manna þessa náttúruhæfileika sem ég bý yfir þegar kemur að sænskunni.

En annars er það vinna framundan, á fimmtudaginn verður farið að hafa opið til 22:00 í dressmann og þá eru að koma jól, þabbarsolleiðis.

Hef þetta ekki lengra í bili því að ég þarf að fara í sturtu,
JFK

2 Comments:

At 12:51 AM , Blogger Farbror Willy said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 
At 12:52 AM , Blogger Farbror Willy said...

Þú færð sérstakan plús í kladdann fyrir sænskunotkun á públíkum stað. Ekki allir sem leggja í það.

Þér er fyrirgefið.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home