JFK

The wonderful world of John

Sunday, October 16, 2005

Helgin búin

... og ég svo gott sem stóð við stóru orðin. Þetta var semsé hinn mesta rólegheita helgi. Á föstudaginn var idol kvöld með mömmu og Höllu minni. Svo var nælt sér í DVD og Halla sofnaði áður en að myndin byrjaði, en var samt reglulega að spyrja mig hvað væri að gerast í tilteknum atriðum.

Laugardagurinn fór svo í vinnu þar sem að ég og Ziggi og Helga fórum á kostum. Doddi og Allý komu í Drezzmann og við ákváðum að fara í bíó og kaffihús. Enduðum svo að fara bara á kaffihús, þar sem að Allý skammaði Dodda fyrir að vera ekki búin að biðja sín. Ég hafði gaman að því og sat rólegur þar sem að ég var að sjálfsögðu löngu búinn að afgreiða þau mál.
Við náðum að hanga þarna til 23:30 en þá var haldið heim á leið. Ég sofnaði út frá Ben Affleck mynd og ég skora á hvern sem er að reyna að horfa á heila mynd þar sem að hann er í aðalhlutverki án þess að óska sjálfum sér mein. Good Will Hunting telst ekki með því hann er ekki í aðalhlutverki.

Sunnudagurinn fór svo í að vinna og ég og Ziggi sönnuðum en og aftur að við eigum skilið þær milljónir í mánaðarlaun sem við fáum. Settum upp hillur og ég veit ekki hvað og hvað. Nú er bara vona að Jói og Hrabba eyðileggi ekki kerfið okkar. Ég vonaði reyndar líka að ég ynni í lotto-inu um helgina en við vitum öll hvernig það fór.

Svo er ég staddur uppí skóla núna þar sem ég Bjarki og Ásgeir erum að berja fyrirlestur saman. Guð gefi okkur styrk.

Hef það ekki lengra í bili
JFK

1 Comments:

At 6:03 PM , Anonymous Anonymous said...

Ánægður með kjellinnnn...krefst þess að þú bloggir amk 1x á dag og að alltaf sé minnst á mig í öllu sem þú skrifar...annars frábært bara

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home