Og það styttist enn
til jóla og loka þessa skólaárs. Í dag er miðvikudagur sem að þýðir að einungis tveir dagar eru í jólafrí. Sem er gott. Þetta verður samt ekkert frí í eiginlegum skilningi þess orðs. Ég verð að vinna í Dressmann auðvitað og svo verður allt sett í fluggír í Jessup. Þannig að ég verð sennilega þreyttari eftir þessi jól en ég er fyrir þau.
Er samt smám saman að skríða saman eftir bíóvinnuna miklu. Var með strengi allstaðar og ég er greinilega að verða gamall.
Framundan er svo próf í réttarfélagsfræði á föstudaginn og vinna og jólahlaðborð Dressmann um helgina. Það verður farið á Fiðlarann og ég geri meiri væntingar og kröfur til hans heldur en Bautans um síðustu helgi.
Svo náðum við að leigja íbúðina, sem er vel. Það verður flutt inn á laugardaginn sú heppna er húsvíkingur með eitt barn. Vona að þetta sé einn af þessum leigjendum sem að maður veit ekkert af því þeir eru bestir.
Svo þarf ég að fara að huga að jólagjöf handa Kollu systir og senda til USA. Alltaf sama vesen að velja eitthvað handa henni. Hvað á maður að kaupa handa manneskju sem að stundar fallhlífastökk og þríþraut. Ég er að spá í kippu af bjór. Ef þú lest þetta Kolla og vilt eitthvað annað en bjór, sendu þá línu.
Er að spá í að hafa þetta ekki lengra, en nú fer kallinn að setja kröfur um comment. Þessum kröfum fylgja engar hótanir í fyrstu en það gæti breyst. Veltur allt á viðbrögðum lesenda minni sem flestir hverjir eru snillingar (án þess að ég hafi hugmynd um það).
Jæja nú er ég farinn að bulla, hætti því
JFK
5 Comments:
Svo ég vitna í (Carls)Berg, samnemenda okkar: "Maður getur sofið þegar maður er dauður". Held að hugsanagangurinn þurfi einmitt að beinast að þessu þegar Jessup-fluggírinn verður tekinn.
en það er bara svo gooooottt að sofa. En það er rétt, girða sig í brók og hætta þessu væli.
Lengi velt fyrir mér hver það var sem ákvað að "girða sig í brók" væri eitthvað sem er töff að segja...
Það er það eiginlega ekki
Vinnur þú í Dressmann?
telst þetta sem comment
um hvað eru allir að tala hérna???
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home