JFK

The wonderful world of John

Wednesday, November 23, 2005

Áhugaverður dagur

Í dag var, sem endranær, nóg að gera.

Dagurinn byrjaði á því að ég fór í Héraðsdóm að fylgjast með dómsmáli, sem að Ásgeir hafði mælt með. Það var einkar áhugavert, á köflum langdregið en í heild hafði ég bæði gagn og gaman að.
Sérstaklega hjó ég eftir því að annar lögmaðurinn virtist ekki vera með á hreinu muninn á stefnanda og stefnda. Það var á tímum hlægilegt að fylgjast með því og við Bjarki vorum sammála um það að okkur liði betur með sjálfa okkur eftir þetta. Einkunarorðin voru "Ef hann getur þetta, þá hljótum við að geta það".
Einnig kom klárlega í ljós að lögmenn eru ekki sterkir í stærðfræði þar sem að því var haldið fram (af báðum aðilum) að 3 mánuðir væru 1/3 úr ári!?!

En eftir þetta athyglisverða mál var haldið í Stressmann og unnið til 18:30. Svo heim að borða og svo uppí skóla, þar sem að ég er staddur nú að berjast við verkefni, sem aldrei þessu vant, tengist Jessup ekkert.

En ég hef þetta ekki lengra í bili,
JFK

3 Comments:

At 11:09 AM , Anonymous Anonymous said...

Það er greinilegt að þú ert á réttri hillu Jón minn, taktu þessa aumingja bara alla í * (ætla ekkert að vera dónaleg og segja þetta upphátt :) ) Þú bætir bara þetta kerfi sem er í gangi núna, leyfir engum barnaníðingum né nauðgurum að sleppa, just go all the way!! Líst vel á þetta!
(Fannst þér þetta ekki frábær stuðningspistill!!)

 
At 3:36 PM , Anonymous Anonymous said...

Sona sona, greyið var nú ekki alslæmur...hann vissi þó hvað hann hét - that's a good sign!

 
At 5:17 PM , Blogger JFK said...

jáh en hann vissi ekki hvað skjólstæðingurinn hét...
og go Villa, fínn stuðnings pistill.
Og solla, ég þurfti að huxa í nokkur sek.brot áður en að ég áttaði mig á djókinu (enda er ég í lögfr ;)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home