Hvað haldiði
Kolla systir byrjuð að blogga. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem að það gerist og alltaf eru yfirlýsingar um að nú skuli haldið út bestu bloggsíðu í heimi, sjáum hvað gerist. Reyndar er gaman að lesa bloggið hennar þannig að ég vona að hún endist eitthvað núna. Því segi ég stoltur að ég er búinn að bæta við link á síðuna hennar, hann er hér til hægri undir "vinir og vanda"
Annars er það bara skólinn núna, á morgun er próf og svo jólafrí, avúhú. Það verður því lært fram í fingurgóma í dag og kvöld.
Ætla annars ekki að hafa þetta lengra, bækurnar bíða.
Gleðilegan December,
JFK
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home