JFK

The wonderful world of John

Thursday, November 17, 2005

Líður að helgi

Í gær var jessup fundur og endanleg dagsetning er loksins komin á hreint. Keppnin verður semsagt að öllum líkindum þann 15. janúar í borg óttans. Ég er feginn að það sé loksins búið að negla þetta niður og þar með getum við farið að haga undirbúningi okkar í samræmi við þann tíma.

Annars er afskaplega lítið að frétta, lífið gengur sinn vanagang og ekkert óvænt að gerast. Atli bróðir og fjölskylda eru að spá í að koma norður um helgina og ég vona að það verði af því.
Svo var Sverrir og fjölskylda að spá í það líka og ég vona líka að það verði af því. Rakel er svo búin að bjóða mér og Höllu minni í afmæli á laugardaginn og það verður að öllum líkindum heljar gaman.

Svo eru það fastir liðir eins og venjulega. Ég er að vinna í Strezmann á morgun, seinnipartinn bara reyndar og um helgina auðvitað. Jói hringdi í mig áðan alveg brjálaður og ég hélt að himinn og jörð væru að farast. Ég náði samt af minni alkunnu snilld að róa manninn niður rétt svo að hann gæti sagt mér hvað væri á seyði. Og hvað haldiði, Drezmann verður opið til 18 á laugardaginn í stað 17!!!!! Ég náði samt að halda ró minni og varð ekki jafn æstur og hann Jói minn, enda leitun að skapstyggari manni :)
(innlegg síðustjóra: síðasta setning var kaldhæðni í sinni skírustu mynd þar sem að þeir sem að þekkja Jóa vita að hann er einhver sá mesti rólyndis maður sem um getur)

Anywhooo þá hefur Jón nokkur kenndur við Skífuna verið í fréttum undanfarið vegna útgáfu bókar. Ég var kominn með alveg nóg af þeirri umræðu sem skapaðist í kringum hann í skattsvikamálinu mikla og varð þeirri stundu fegnastur þegar hann flutti af landi brott. Sú gleði kom þó skoðun minni á manninum ekkert við þar sem að ég hef ekki neinn grundvöll til þess að mynda mér skoðun á persónunni. Ég hef fylgst lauslega með viðtölum við hann í fjölmiðlum undanfarið og ég get tekið undir með Sollu að mér finnst undarlegt að maðurinn skyldi hafa náð jafnlangt í viðskiptalífinu og raun ber vitni. Þó verður að setja einn varnagla á. Viðtölinn sem ég hef fylgst með eru öll um persónuna, ekki viðskiptamanninn. Ég þekki til fólks sem að ég hef lítið álit á sem persónum, finnst jafnvel vitlausar, hrokafullar og leiðinlegar. Ég þykist hinsvegar viss um að þær persónur geti verið hæfari en flestir í vinnu. Þetta held ég að allir geti kannast við. Það eiga allir frænda, bróður, vin eða félaga sem er alveg hundleiðinlegur en honum hefur farnast jafnvel á vinnumarkaði og hann er leiðinlegur.

En ég er kominn á sama stað og ég var í skattsvikamálinu. Ég er kominn með nóg af öllum þessum samsæriskenningum, ásökunum og vitleysunni í kringum þetta mál. Þessir menn eru bara að tala í hringi, og þá aðallega Jón. Það á aldrei eftir að fást nein niðurstaða í málið ef endalaust á að fjalla um það á þeim vettfangi sem umræðan fer nú fram.

Jæja, tveir alvarlegir pistlar í röð. Heimur versnandi fer
JFK

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home