JFK

The wonderful world of John

Friday, January 06, 2006

Nýtt ár, ný færsla

Jæja, langt síðan síðast. Tók uppá því að verða veikur strax eftir áramót og er að stíga upp úr því bulli núna. Ekki seinna vænna því að ég hef engann tíma til að liggja uppi rúmi að drukkna úr eigin hori.
Jessup fer fram á mánudaginn næsta og því erum við í óða önn við að leggja lokahönd á það batterí. Fórum í héraðsdóm í gær og fengum að spreyta okkur fyrir framan þrjá merka menn sem höfðu það eina markmið að reyna að mála okkur útí horn. Ég varð bara nokkuð ánægður með hvernig liðið stóð sig, fannst þetta bara þrælfínt hjá okkur.

Áramótin komu og fóru og ég skemmti mér konunglega. Byrjuðum heima hjá tengdó og borðuðum einhverja þá bestu veislumáltíð sem undirritaður hefur sett ofanísig. Gæs var málið og SiggiRún eyddi fyrrihluta dags niðrá Friðrik V við að undirbúa. Það var því voða lítið annað eftir en að setja draslið í ofn eða á pönnu og þá var það klárt, en men o men hvað þetta var gott.
Svo var drukkið, skotið upp og drukkið. Endaði á því að ég og Siggi fórum í singstar og vorum agndofa yfir sönghæfileikum hvors annars.
Nýársdagur var svo tekinn uppí rúmi að horfa á sjónvarpið og það var alveg ægilega gott.

En nú er kallinn risinn úr rekkju, farinn að læra og æfa ræðuna sína og þetta horfir allt ágætlega.
En kem semsagt suður von bráðar ef að einhver vill miskuna sig yfir drenginn og veita honum húsaskjól þá væri það vel þegið.

Gleðilegt ár btw
JFK

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home