JFK

The wonderful world of John

Monday, September 10, 2007

Smurf Smurf

Hankypanky jíbbícola smurf smurf

Hvað haldiði annað en að jón sé farinn að blogga aftur. Ótrúlega margt spennandi og skemmtilegt búið að gerast síðan ég talaði við ykkur síðast. Fór suður á opnun nýs skemmtistaðar, Rúbin, sem er sennilega sá allra flottasti í Evrópu. Er við hliðina á keiluhöllinni og er alveg hreint magnaður.

Skólinn kominn á fullt og samningarétturinn rétt svo ókláraður, bara eins og eitt lítið skitið 50% próf eftir og við blasir skaðabótaréttur. Skaðabótaréttur er víst alveg ógeðslega erfiður. Gaman að því.

Farinn að æfa aftur, get sagt þetta með nokkurri sannfæringu því að ég fór í síðustu viku og ég er búinn að fara í þessari viku. Þetta þrefaldar því árangur undanfarina mánaða og allt er eins og það á að vera.

En það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrsta blogg eftir mánaðarpásu sé eitthvað til að hrópa húrra fyrir.

meira seinna, ég lofa

/JFK

3 Comments:

At 8:29 PM , Anonymous Anonymous said...

Mér er nokk sama hvað þú segir.

HipHip, Húrra!! (3x)

 
At 4:00 PM , Anonymous Anonymous said...

Ó já það er á lífi!! Gaman að sjá hreyfingu hér, ekki láta svona pásu koma fyrir aftur :)

Kveðja, Villa

 
At 9:29 PM , Anonymous Anonymous said...

hanky panky hefur ákveðna merkingu og ætti því ekki að koma fyrir í sömu setningu og smurf smurf... eða hvað... ;Þ



T.H. Reykdal

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home