Pizzapie
Það held égnú mánudagur og helgin nýliðin. Ekkert nema gott um þessa helgi að segja. Jói og Anna Emm komu norður og það var gaman. Það var farið á smá trall á föstudaginn í tilefni af því en laugardagurinn var rólegri.
Var þó vakinn kl hálf fimm á laugardagsnótt/sunnudagsmorgun. Sá er vakti mig hafði gleymt bæði lyklum og síma og var því læstur úti og gat ekki hringt. Ég sá aumur á honum og leyfði honum að sofa á sófanum.
Svo komu Annaemm og JóiTönn í mat í gær og það var heimabökuð pizza á boðstólnum. Þessi pítsa er margrómuð fyrir að vera sú besta í evrópu og þó víðar væri leitað. Svo var farið á videoleigu og Guilty tekinn með Vin Diesel. Samdóma álit manna og kvenna að sú mynd væri mjög góð.
Anywhoo, enginn frídagur í þessari viku og það styttist í að skólinn byrji. Farinn að hlakka pínkuponsu til en á sennilega eftir að jafna mig á öðrum degi skólaárs og byrja að bölva.
/JFK
2 Comments:
Trúi ekki öðru en að þér finnist æðislegt í skólanum þar sem bekkurinn þinn er nú uppfullur af frábæru fólki - sem er bæði skemmtilegt og gáfað. Ber þar helst að nefna tvær stúlkukindur sem gjarnan sitja saman og nefnast Dagný og Magga.
Já eitthvað hef ég heyrt um þessar stelpur. Gott ef ég svaf ekki hjá þeim einhverntímann...
MaggaStína
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home