JFK

The wonderful world of John

Monday, July 16, 2007

Pissað og engin tók eftir því...

Fínasta helgi afstaðin. Stóð við stóru orðin og fór á Arry Phhotter! sem var bara fín afþreying. Sat á næst fremsta bekk og það ætti að vera ólöglegt að hafa sæti svona nálægt tjaldi. Stundum leið mér eins og ég væri að horfa á tennisleik þar sem að ég mátti hafa mig allan við að ná því sem var að gerast.

Á laugard var svo matur hjá ma og pa. Svo var skellt sér í eitt stykki hundapössun og póker. Gekk vel nema að hundkvikindið virðist hafa náð að pissa á gardinur. Sem ég skil ekki. Svo var kíkt í bæinn en ég var spakur og staldraði stutt við. Atli bróðir og Eva mágkona voru hinsvegar að til 5:30. Það er af sem áður var.

Um næstu helgi er svo búið að panta borð á Friðrik V, eða Freddie the fifth eins og ég kýs að kalla hann. Hlakka afskaplega mikið til að borða þar og held vart vatni.

En sólin skín og hún er fín,
/JFK

2 Comments:

At 11:14 PM , Blogger Mastro Titta said...

heyrðu veistu hvað? ha? ég fór á Harry Pothead á fimmtudaginn og dadadamm... ég sat líka á næst fremsta bekk! Þetta er eins og eitthvað úr the Twilight Zone.

 
At 8:10 AM , Blogger JFK said...

Mulder og Scully incident more like it. Fox mulder var svaaaalur

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home