Versló núll sjö
Það er liðin heil vika frá síðasta bloggi, og ein verslunarmannahelgi.
Mín versló var hin rólegasta, enda ekki margt um manninn í bænum. Mikið hefur verið rætt og ruglað um þessa ákvörðun að banna tilteknum aldurshóp að tjalda og ég hef að sjálfsögðu skoðun á því.
Mér finnst þetta í hæsta máta undarleg hegðun bæjaryfirvalda. Ég leyfi mér að efast um lögmæti þessarar ákvörðunar og mér finnst tímasetningin stórundarleg, korteri fyrir kosningar eins og maðurinn sagði. Verslunarmenn voru margir hverjir búnir að leggja mikinn kostnað í hátíðina, í samræmi við loforð bæjaryfirvalda. Það ber að hafa það í huga að skipulagning þessarar helgar byrjar af krafti í febrúar-mars og því nægur tími til að gera verslunarmönnum ljóst að það sé möguleiki á því að þeirra stærðsta markhóp verði nánast meinaður aðgangur að hátíðinni.
Svo skil ég ekki hvað allir eru að tala um að helgin hafi farið vel fram. Mér skildist á fréttamiðlum að mikill erill hefði verið hjá lögreglu og að á sunnudagskv hafi allar fangageymslur verið fullar.
En hvort sem menn ætla að halda áfram að rífast um þetta og fara fram á afsögn bæjarstjórnar eða ekki er ljóst að svona vinnubrögð eiga ekki að sjást.
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home