JFK

The wonderful world of John

Monday, July 30, 2007

Leggðu slökkvitækið frá þér vinur...

Þessi líka ágæta helgi afstaðin. Spilaði póker í góðra vina hópi á laugardaginn og stóð mig með eindæmum illa. Var fyrstur út og fór í playstation í staðinn í hæfilegri fýlu. Það þróaðist svo úti singstar og var háð hörkukeppni. Svona tilþrif hafa sjaldan eða aldrei sést í keilusíðu 2h, nósiríbob.

Sunnudagurinn var svo tekinn með trompi niðri dressmann þar sem að ég komst að því að umferðin um glerártorg er meiri en ég hélt. Ca. 120.000 manns á mánuði.

En versló er framundan í öllu sínu veldi og með sína kosti og galla. Ég verð að vinna á strikinu á föstudag og laugardag. "Að þjóna" gætuð þið þá spurt sjálf ykkur að nokkuð undrandi. "Nei" myndi ég þá svara, svoltið óhress með hvað þetta kom ykkur á óvart.
Ég verð í hlutverki einskonar dyravarðar og felst starf mitt helst í því að hindra að drukknir unglingar tæmi úr slökkvitækjum staðarins (hefur gerst) og að fólk troði sér í lyftuna og valdi því að hún stöðvist (hefur líka gerst).

Þannig að ég sé fram á spennandi tíma

/JFK

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home