JFK

The wonderful world of John

Tuesday, January 24, 2006

Danmörk vs. Ísland

Þá er það officialt, Atli, Eva og Magnús frændi eru flutt til danaveldis. Heyrði í drengnum í gær og þetta gekk allt vel. Voru reyndar föst í umferðarhnút í 8 klukkutíma þar sem að það hefur snjóað heldur mikið fyrir danskan smekk.
Eitt af fyrstu verkum þeirra var svo að fara í húsgagnaverslanir og svoleiðis skemmtilegheit. Þar fann Atli 32" Phillips widescreentæki á 35þ. kall ísl. Sem er náttúrulega bara grín.
Ég féll þó ekki endanlega fyrir danaveldi fyrr en hann sagði mér að bjórkassinn væri á 800 kall. Ég á nú í samningarviðræðum við Höllu mína um að flytja út.

Annars er allt gott að frétta, er að fara á fund á fimmtudag vegna B.A. ritgerðar, skila inn greinargerð fyrir Jessup fyrir 30.jan og svo er fyrsti áfangi nýrrar annar að fara að byrja á mánudaginn.

Fór í gær að græja vegabréfið mitt vegna usa ferðar. Ekki það að mitt gamla hafi verið útrunnið, heldur hitt að bandaríkjamenn vilja að maður sé með einhverja stafrænarönd á bréfinu sínu, annars hleypa þeir þér ekki inn. Ekki einu sinni þó að þú sért með visa. En ef þú ert með nýja kortið þá þarftu ekki visa.
Anywhoooo þá fór ég glaður í bragði með nýju passamyndirnar mínar og sótti um nýtt vegabréf. Það gekk að óskum en mig sveið svoltið að þurfa að punga út 5.100 kr. fyrir þetta plagg. Ríkið að taka mig í bossann.
Mig sveið hinsvegar enn meira þegar mér var tjáð að það eru að koma ný vegabréf í apríl (nánast daginn eftir að ég kem heim) og ef að ég vil komast til usa aftur í bráð þá þarf ég að fá mér "annað nýtt" vegabréf. Frábært!

Annars er Robbi félagi jafnvel að koma um helgina, spurning um að reyna að hitta á hann eitthvað.

Svo fer EM í handbolta að byrja bráðum, ekki laust við að maður sé spenntur fyrir því. Ætla samt ekki að vera með einhverjar yfirlýsingar um gengi Íslands í þetta skiptið, kannski kúka þeir á sig og kannski verða þeir EM meistarar, kemur í ljós.
Ég ætla þó að varpa einni bombu á ykkur; Ólafur Stefánsson er ofmetinn. Hananú.

Wellster, þessi greinargerð semur sig ekki sjálf. Ætla að ítreka regluna um commentin. Síðasti póstur náði fimm commentum (þar af einu frá mér, en ég tel það með því að ég ræð, ég er síðustjóri nefninlega).

Avúhú,
JFK

2 Comments:

At 5:55 PM , Blogger Mastro Titta said...

Já Ólafur Stefánsson er kominn yfir hæðina eins og þeir segja.

 
At 4:46 PM , Blogger Geiri said...

jú have been promoted from Johnny Fancy to Johnny Jessupp. Mátt samt halda áfram að nota Johnny Fancy svona við fancy tilefni, aigggt okay bæbæbb.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home