JFK

The wonderful world of John

Sunday, January 15, 2006

og klukkan er......

Þá er þessi helgi að líða undir lok og allt gott um það að segja. Þetta var bara ósköp þægilegt, slappað af og spilað. Föstudagskvöldið fór í það að horfa á Idol með mömmu og svo fór ég til Höllu minnar. Allt í einu segir Halla mín að hún ætli að fara uppí rúm. Kom svoltið flatt uppá mig þannig að ég spyr "Núna" og sennilega hefur kveðið við undrunartón í rödd minni. Þá fæ ég svip frá Höllu minni. Svip sem að ég er farinn að þekkja og segir mér að ég hafi spurt eins og hálfviti. "Já núna, klukkan er alveg að verða hálftólf" Ég lít á klukkuna mína, hún var fimm mín. yfir ellefu. Í sakleysi mínu benti ég á það. "Jón, það eru bara 25 min. þangað til að hún verður hálftólf" Sem er náttúrulega alveg hárrétt. Undarlegt en mér leið eins og fífli.
Í gær fórum við svo að spila með Bigga og Rakel. Byrjuðum á nýja Trivial sem er alveg stórskemmtilegt. Engar spurningar eins og "hver varð víðavangsmeistari árið 1983?" eða "hverjir urðu íslandsmeistarar í samkvæmisdönsum 1975?" Ég og Biggi vorum saman í liði og rétt mörðum sigur. Svo var farið í Buzz sem er stórskemmtilegt kvikindi.

Á morgun er svo mánudagur og þá verður stokkið í Jessup á ný af fullum krafti. Framundan er vinna við greinargerð sem að þarf að skila fyrir 30. jan. Og svo þetta litla smáatriði með B.A. ritgerð. Þarf víst að gera hana líka.
En ég er endurnærður eftir helgina og hreinlega að springa úr orku. Er samt pínu latur líka þannig að þetta verður átaka dagur á morgun. Er samt að spá í að fara í ræktina og byrja að minnka bumbu og stækka vöðva, ekki vanþörf á.

Bið annars að heilsa í bili,
JFK, enn Íslandsmeistari í lögfræði (sama hvað fólki finnst asnalegt að ég skuli sjálfur titla mig þannig)

2 Comments:

At 7:56 PM , Anonymous Anonymous said...

Aldrei að rökræða við konuna þegar klukkan er orðin svona margt - Vona að þú verðir duglegur í greinargerðarvinnunni enda greinilega jafn ferskur og 1 árs barn

kv. Hinn Íslandsmeistarinn í lögfræði

 
At 11:49 AM , Blogger ziggipeter said...

Þú verður alltaf meistarinn minn kleinan mín ...hvort sem er í lögfræði eða einhverju öðru:)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home