JFK

The wonderful world of John

Thursday, January 19, 2006

NBA, ZOO, ABE

Well staddur uppí skóla að berjast við greinargerð. Er farinn að verða svo sýrður af þessu öllu saman að ég held að Acastus og Rubria séu í alvöru til. Acastus og Rubria eru samt alls ekkert til, heldur lönd sem voru fundinn upp svo að hægt væri að halda jessup keppni í ár.

Vorum á fundi í gær og þetta líður alveg fáranlega hratt, ekki nema rétt um tveir mánuðir þangað til maður stígur fæti á bandaríska grund með það að markmiði að sigra heiminn. Verð samt að fá mér nýtt vegabréf svo að mér verði hleypt inn, erfitt að sigra heiminn frá flugvellinum.

Ég og Bjarki tókum smá surf á netinu um daginn til þess að sjá hvort að eitthvað væri hægt að gera í höfuðborg usa, annað en að heilsa upp á Abe. Mér til mikillar ánægju sá ég að það verður NBA leikur 4.apríl á milli Wizards og Knicks. Sem er alveg frábært því að þá á ég að fara heim. Bloddy marvelous.
En það er dýragarður í Washington, ég varð heitur fyrir Zoo-inu, en Bjarki furðu rólegur. Kom á daginn að Bjarki hefur farið í dýragarð. Í Berlín.
Ég vissi ekki að það væri regla að ef maður er einusinni búinn að fara í dýragarð, þá má maður ekki fara aftur. Ég er að spá í að skella mér í dýragarð. Sáum á netinu að það er einhver rosa ceremonia í kringum eitthvað pöndu grey sem að maður verður að tjékka á.

Svo er náttúrulega allt stútfullt af einhverju menningarrugli sem að við vitleysingarnir frá howdújúlækæsland höfum engan áhuga á.

En greinargerð bíður, strax að koma helgi, hin helgin nýbúinn, þetta er rugl.

Vinsamlegast kommentið, það er regla.

JFK

3 Comments:

At 3:47 PM , Blogger Pönk er lífstíll said...

Ekki skal ég brjóta regluna elsku Jón - enda veistu það að ekkert er okkur tamara laganemunum en reglufylgni. Jú það er rétt hjá Biekko að einu sinni í dýragarð er hámark á ævinni. Ekki má fara oftar að líta á fangaðar skepnunar.
Þetta má lesa í ályktun nr. 7/1996 öryggisráðs Drangsneska Lýðveldishersins.

 
At 3:32 PM , Blogger Mastro Titta said...

Æi þegar maður hefur séð einn gíraffa þá hefur maður séð þá alla... Ég hef reyndar líka komið í húsdýragarðinn í Reykjavík, veit ekki hvort að það teljist fullgildur dýragarður skv. túlkun drangneska lýðveldishersins, bíð með harakiri þangað til það er komið á hreint.

 
At 6:05 PM , Blogger JFK said...

Abe situr í sætinu sínu í Washington D.C. Kolla. og ég hreinlega neita að sætta mig við að Zoo sé óspennandi, ætla að leggja mig fram við að fara gegn ályktun nr. 7/1996 og heimsækja Zoo-ið oft og mörgum sinnum

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home