JFK

The wonderful world of John

Monday, May 15, 2006

Good necks

Góðir hálsar,
ég er búinn. Ég er búinn að skrifa B.A. ritgerð. Ég er búinn að henda henni í Stell og láta það góða fólk prenta B.A. ritgerðina út. Ég er búinn að skila henni til prófstjóra. Ég er búinn.

Framundan er semsagt sumarið. Ég og Halla mín ætlum að starta því formlega á fimmtudaginn með því að chilla við sundlaugina í garðinum fyrir utan villuna sem að við ætlum að búa í á Spáni. Svo komum við heim.

Þá tekur við vinna, en í sumar ætla ég að selja flísar og önnur gólfefni í stórversluninni Vídd þar sem tengdafaðir minn ræður lögum og lofum. Þetta verður því talsverð breyting þar sem að undanfarin sumur hef ég verið í Dressmann eins og alþjóð veit.

En þar sem að ég verð á spáni í viku kem ég ekki til með að blogga á þessa síðu í ca svo langan tíma. Svo veit maður ekki hvort að maður eigi að vera halda út þessari síðu, commentum hefur í það minnsta fækkað og kannski væri öllum greiði gerður ef þeim væri hlíft við ruglinu í mér híhí.

JFK, alveg að verða piparsveinn í listum (B.A.)(í crack myself up)

4 Comments:

At 9:29 AM , Anonymous Anonymous said...

Ég vona að þið skötuhjúin komið með sólbrennda bossa til baka og vankaða lifur ómældri inntöku áfengis.

 
At 5:38 PM , Blogger Farbror Willy said...

til ham með áfangann!

 
At 1:21 PM , Anonymous Anonymous said...

halló Jón..þú ert flón...til lukku með áfangann væni:)

 
At 8:44 PM , Blogger Ally said...

Mér finnst nú orðin dágóð stund síðan þú skilaðir þessari BA ritgerð þinni

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home