Inni maðurinn = Inside man
Fór í bíó í gær með Höllu minni á inside man. Stórgóð. Spike Lee að gera góða hluti og aldrei þessu vant þá var ekkert gífurlega mikil ádeila á einhvern einn hóp. Það var pínu ádeila, en ekki gífurlega mikil, svo að það sé á hreinu.
En mæli hiklaust með þessari ræmu, þrælgóð. Ætla að smella á hana fjórar stjörnun af fimm mögulegum.
Svo eru Atli bró, Eva Mágk og Magnús Máni stórfrændi í heimsókn. Rosalega gaman að sjá litla frænda sem er reyndar að stækka yfirnáttúrulega hratt. Krútlegasta barn í heimi, segi það og skrifa.
Annars er allt við sama heygarðshornið, BA og aftur BA. Gaman aðessu.
JFK
2 Comments:
Heyrðu góði! Hvað með litlu "frænku" sem kallar þig "mömmu"?
Daginn sem hún sagði mamma og benti á mig hreiðraði hún örugglega um sig í öðru sæti.
Hinsvegar ber að hafa í huga að þetta er í heildarkeppni heimsins yfir krúttlegustu börnin, annað sæti er ekki slæmt.
Svo er hún auðvitað í fyrsta sæti í stúlknaflokki...
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home