JFK

The wonderful world of John

Wednesday, April 12, 2006

It's Hollywoods world, we only live in it

Ég er svona eiginlega búinn að komast að því að Hollywood stjórnar heiminum og öllu sem í honum gerist. Þessa uppgvötun má rekja til heimildarvinnu minnar fyrir B.A. ritgerðina (segiði svo að maður læri ekkert af því að vera í skóla).

Ritgerðin á semsagt að fjalla um réttindi fólks sem er án ríkisfangs. Glöggir lesendur huxa núna með sér "jáaaaaa eins og í myndinni þarna með Tom Hanks um gaurinn sem
festist á flugvellinum"

Jepp nákvæmlega það (ásamt öðrum aðstæðum). Nema hvað. Ég ákvað að googla þennan Viktor Navorski, sem sagan The Terminal byggir á, í von um að finna eitthvað sem að gæti hjálpað mér varðandi verkefnið. Í ljós kemur hinsvegar að google er alveg sama um Viktor og reynir alltaf að benda mér á Tom Hanks, the Terminal eða kvikmyndagagnrýni, sem hjálpar mér náttúrulega ekki neitt því ég er búinn að sjá myndina og get gagnrýnt hana sjálfur.

Ef leiðbeinandinn minn rambar inná þessa síðu og getur lesið íslensku skal það tekið fram að ég kem ekki með að byggja ritgerð mína á Viktori eingöngu, ætlaði aðeins að nota sögu hans mér til fróðleiks.

En sem betur fer eru til heimildir um þetta tiltekna efni sem ég get leitað í og af nógu að taka.

Best að halda áfram að rýna í þær og hætta blogga.

JFK

1 Comments:

At 5:29 PM , Anonymous Anonymous said...

Hljómar spennandi!! Gangi þér vel í BA brasinu :), og öllu þínu brasi auðvitað ;): Datt hérna inn og vildi bara kasta á þig (sem og akureyri alla, ef það er hægt héðan) kveðju!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home