JFK

The wonderful world of John

Friday, April 07, 2006

Örblogg

Þá er ein ritgerð að baki, einn fyrirlestur og eitt próf. Þá er bara eftir ein ritgerð og B.A. ritgerð eftir, easy peasy.

Svo er farið að styttast í páskanna, þetta þýtur áfram. Það heldur áfram að snjóa og því ætti að vera eitthvað af fólki í bænum að skíða á páskunum.

Svo er helgin eiginlega bara kominn, verður rólegt í kvöld, úrslit í idolinu og ég er að spá í að fá mér smá öl og slaka á yfir því.
Á morgun ætlum við Halla mín svo að fara út að borða og ég hlakka til. Er eiginlega farinn að finna bragðið af steikinni núna og því farinn að slefa í samræmi við það. Spurning hvort að þetta verði jafn gott og maturinn sem við strákarnir fengum okkur í D.C. á "The Grill" en það var syndsamlega gott.

Annars væri gaman að heyra hverjir af sunnanmönnum ætla að koma norður um páskanna og þá hvenær, endilega kommenta.

sný mér aftur að því af hverju ætti að lögleiða eiturlyf

JFK

6 Comments:

At 10:40 PM , Anonymous Anonymous said...

Ég ætla að koma á miðvikudaginn

 
At 10:16 AM , Blogger Ally said...

Kem ekki. Þið getið öll farið í rassgat þarna fyrir norðan!

 
At 11:46 AM , Anonymous Anonymous said...

Held ég verði að vera Sammála Ally... ég kem ekki norður, því er nú verr og miður fyrir þig Jón minn! Varstu ekki annars búinn að plana að hitta mig??? :)
Annars sendi ég afmæliskveðju til þín í formi sms á afmælisdaginn þinn. Veit ekki hvort þú fékkst hana, kannski er ég með eitthvað úrelt símanúmer. Annars þá bara til lukku með daginn um daginn gamli minn.

 
At 9:56 PM , Blogger JFK said...

Takk fyrir sms-ið. Var reyndar úti í usa og þar virkar ekki litla símagreyið mitt þannig að ég fékk það ekki.
Og þetta læknanám gerir ekki fólk greinilega pínu touchy
Hlakka til að sjá þig Raggz

 
At 9:54 AM , Blogger Thor Magnusson said...

What Ally said.

 
At 10:24 AM , Blogger RobbiK said...

Ég ætla reyna koma á laugardagskvöldið. Fara svo aftur á mánudag. Vei!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home