JFK

The wonderful world of John

Wednesday, April 05, 2006

Abe is fine

Wellwell kominn aftur frá usa. Frábær ferð. Okkur gekk ágætlega í keppninni, lentum reyndar í því að einn liðsmaður veiktist þannig að þetta hefði geta farið enn betur. Heilt yfir held ég að við getum verið stolt af okkur frá litla Íslandi og borið höfuðið hátt.
D.C. er afskaplega flott borg og við vorum þess heiðurs aðnjótandi að vera þarna í "cherry-blossom" hátið. Hún snýst semsagt um þessi litlu krúttlegu tré sem blómstra í 3 vikur á ári og viti menn, voru að ná hápunkti þessa daga sem við vorum þarna. Good times.
Svo vorum við næstum því keyrð niður af leyniþjónustunni, lentum óafvitandi í kvikmynd og heilsuðum uppá Abe.

Nenni samt ekki að skrifa meira því að ég þarf að skila inn tveimur ritgerðum, halda einn fyrirlestur og taka eitt próf. Helst í gær.
Ójá, svo er það B.A. ritgerð....

JFK

1 Comments:

At 3:01 PM , Anonymous Anonymous said...

Dííí mikið fór þessi leyniþjónusta í taugarnar á mér! Brunandi úti um allt í einhverjum hasarleik. Svo hefur pottþétt ekkert verið að gerast nema kannski Rumsfeld hafi vantað moggann sinn eða eitthvað.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home