JFK

The wonderful world of John

Monday, June 26, 2006

Alive and kicki´n

það held ég nú yessiríbob

Ákvað að henda inn nokkrum línum þar sem að langt er liði síðan síðast. Fullt sem er búið að gerast mismerkilegt þó. Ég er semsagt að selja flísar á fullu og alltaf að komast betur og betur inní það.

Ég útskrifaðist, með herkjum þó, því að þegar ég var búinn að koma mér upp á svið og setja mig í stellingar til þess að taka á móti prófskirteininu var öllum tilkynnt að ég væri fjarverandi. Huh! Þar sem að ég hafði enga hugmynd um að ég væri fjarverandi ákvað ég að snúa við og labba niður af sviðinu og handrota fyrsta manninn sem ég sæi. Til þess kom þó ekki þar sem að Rachael áttaði sig á því að ég væri í raun viðstaddur og þetta var leiðrétt. Ég fékk því skirteinið góða og allt fór vel að lokum. En þjáningum mínum var þó ekki lokið því að ég átti enn eftir að fara í Stefánslund í myndatöku hjá P.P. og það var bara alls ekki gaman.
En svo var farið heim í H.M., veislu og svo partý þannig að þetta var frábær dagur.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en læt kannski ekki líða jafn langt í næstu færslu.

JFK

p.s. hvað segir kallabklúbburinn annars um pókerkvöld?

1 Comments:

At 6:13 PM , Blogger Mastro Titta said...

Jájá, pókerkvöld. Sem fyrst.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home