JFK

The wonderful world of John

Tuesday, July 18, 2006

Home makeover

Ahoj there
Allý er búin að taka mig útaf blogglistanum sínum og lái henni hver sem vill. Ég er aumur bloggari þessa daganna en ætla þó að skýla mér á bakvið hina ódauðlegu afsökun "það er búið að vera mikið að gera".

Ég og Halla erum búin að fá íbúðina okkar afhenta, þ.e. leigjandinn okkar er ekki leigjandinn okkar lengur. Af því tilefni er íbúðinni rústað til þess eins að byggja hana upp aftur. Við örkuðum semsagt þarna inn ásamt her manna og erum búin að vera að taka kvikindið í gegn. Ég var settur í að brjóta niður baðherbergisflísarnar þar sem mér finnst skemmtilegra að brjóta niður en að byggja upp. Ég og þetta umrædda baðherbergi (sem Jói Dentist er þegar búinn að vígja) höfum þróað með okkur eins konar love/hate relationship. Held þó að ástin muni sigra að lokum og ég eigi eftir að eiga margar unaðstundirnar þar inni.

Það styttist í að skólinn hefjist á ný og það er vel. Hlakka til að fara að tækla námsbækurnar eftir sumarfríið sem bendir til þess að ég hafi áhuga á því sem ég er að læra. Það er einnig vel.

Eitt sem að ég hjó eftir í fréttum um daginn. Það var stúlka sem að kærði nauðgun þar sem að fjórir menn eru grunaðir um ódæðið. Ég ætla ekki að fjalla um hversu viðbjóðslegur glæpur nauðgun sé heldur aðeins að minnast á fréttaflutninginn í sambandi við þetta tiltekna mál.
Ónefndur fjölmiðill sá ástæðu til þess að taka það fram að þeir menn sem grunaðir eru um verknaðinn séu allir af erlendum uppruna.

Hvað með það?
Hverjum á að líða betur vegna þess?

Ég held að fórnarlambinu sé nokk sama, sársaukinn er hvorki meiri né minni fyrir vikið.
Þegar að fréttir eru bornar svona fram "erlendum uppruna" verður það til þess að það litla umburðarlyndi sem til staðar er í samfélaginu verður enn minna. Af hverju ekki að taka fram trúarbrögð, litarhátt osfrv.

Ég er á móti svona fréttaflutningi.

En ég er að oxast úr þreytu.

Það þýðir hinsvegar ekkert að væla, halda áfram að vinna og svo að gera cribbið að mansion

JFK

5 Comments:

At 5:24 PM , Blogger Geiri said...

Þarna ertu.

Sumarbústaðar partý Ytri-Vík Fös. 21 júlí. Jú bí invited.

Jú bí also warned

And my mother certainly aint a hamster!!!!!!!

 
At 1:45 AM , Anonymous Anonymous said...

Big Broaz hvað segist?! Ég er alltaf að sjá þig á rúntinum en þú sérð mig náttúrulega ekki því ég sést ekkert yfir mælaborðið á þessum skíta-volvo sem maður er alltaf settur á!

Er farin að sakna þess að hafa engan við hlið mér til að kýla mann í öxlina...

 
At 1:59 PM , Blogger JFK said...

Yarrghh be it a pirate party?

Og baby sys, ég hef stundum keyrt fram hjá Volvo og séð glitta í lögguhúfu í farþegasætinu, það hefur semsagt verið þú...

 
At 10:52 PM , Anonymous Anonymous said...

Yes indeed it was me!

 
At 9:46 AM , Blogger JFK said...

nei alveg rétt, ég var búinn að útskrifast ég þarf ekkert að fara í haust...
híhí, ég er með BA í lögfræði er að fara í ML nám víííí fyrir því

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home