JFK

The wonderful world of John

Friday, July 21, 2006

Iðnaðarmaður? ...not so much no...

Wellwellwell,
þá er búið að vera að vinna í "cribbinu" undanfarna daga og fátt annað komist að. Ég hef komist að því að ég er enginn smiður, pípari, málari eða rafvirki. Það eina sem ég hef getað komist nokkurn veginn skammlaust frá er að slátra flísum, enda með þar til gert verkfæri í það og það gæti hreinlega ekki verið einfaldara. Í grófum dráttum þá fer þetta svona fram:

1)Setur verkfærið í samband (jamm það er drifið áfram af rafmagni til þess að lágmarka líkamlegt erfiði)

2 Beinir verkfærinu að flísarfórnarlömbunum

3)Ýtir á þartilgerðann takka

4) Hvissbúmm og flísarnar brotna.

Það held ég nú yes sir í bob!

Það er semsagt nánast algerlega Höllu minni, vinum og fjölskyldu að þakka að þessi íbúð verður yfir höfuð íbúðarhæf. En það lítur út fyrir að það verði klárað að mála um helgina og þá er bara eftir að pússa upp eldhúsinnréttinguna og búa til eins og eitt stykki nýtt baðherbergi. Vona bara að ég hafi skilið eftir nóg mikið af veggjunum þar inni svo að nýju flísarnar tolli á.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home