JFK

The wonderful world of John

Wednesday, July 04, 2007

Baby snatcher

Vika hálfnuð.

Í gær fórum við halla mín í heimsókn til vinafólks okkar og sáum frumburð þeirra. Afskaplega vel heppnað eintak í alla staði og foreldra hlutverkið fór þeim vel. Ég var spurður að því hvort að ég vildi halda á krílinu en aftók það með öllu. Ég er nebblega orðinn ragari við það að halda á börnum eftir því sem ég eldist. Þegar ég var ungur og hraustur hrifsaði ég krakkann jafnvel úr höndunum á móðurinni án þess að hún næði að átta sig á því fyrr en eftir á.
En núna þakka ég pent og læt mér nægja að horfa á stubbana og gera kútchikútchi-kú hljóð.

En Jói minn er að koma um helgina og það er schnilld. Ætla í tilefni af því að fjárfesta í dýnu en veit ekkert hvar hún á að vera, endar sennilega á svölunum þannig að það eins gott fyrir joey að það verði í lagi með veðrið um helgina.

Svo er atli bró kominn til landsins með Evu sinni og Magnúsi frænda. Vil fá þau norður eins fljótt og hægt er. Ef það verður ekki bráðlega fer ég suður og rifja upp gömlu "snatch and grab a baby" taktikina sem ég nefndi hér að ofan.

Well
/JFK

1 Comments:

At 10:25 PM , Blogger Unknown said...

Það er jafn gott að Magnús frændi er hraustur strákur! Taktu eitt gott snatch&grab fyrir Kollu frænku líka!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home