JFK

The wonderful world of John

Monday, July 02, 2007

Return from the city of fear and doom

Snúinn aftur úr borg óttans. Frábær ferð í alla staði. Veðrið var undarlega gott og því tilvalið að vera á þjóðarbókhlöðunni. Annars var það alls ekki slæmt, aðstaðan er frábær og ég náði að koma þónokkru í verk.

Við Halla mín fórum í mat til Agnesar á föstudagskvöldið sem var mjög gott. Gnesa eldaði lasagna með baunum sem ég var ánægður með. Raggi og Robbi voru þó ekki jafn ánægðir þegar að leið á kvöldið. Það var farið í keilu þar sem að ég vann. Báða leikina. Örugglega.

Á laugardeginum fór Halla mín í IKEA og ætlaði að kaupa hnífa og barstóla. Keypti það reyndar ekki en náði samt að vera þar í fjóra tíma og kaupa fullt af öðru. Fór síðan á sunnudaginn með Höllu (algerlega gegn mínum vilja) og keyptum skrifborð og barstóla og fleiraogfleira. Komst að því að það var alls ekki svo hræðilegt að fara í IKEA og ég hefði geta sleppt því að væla einsog smákrakki.

Frábær ferð en Jón er sybbinn

/JFK

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home