Hvíti bíllinn sem varð grænn, alltíeinubara
Það er semsé föstudagur í dag, sá 14. þessa mánaðar. Í gær átti mamma mín hinsvegar afmæli og verður það að teljast til hápunktar mánaðarins hingað til. Ég fór líka í 50% próf og hef því formlega lokið samningaréttaráfanga, nema að prófið hafi farið á versta veg. Við skulum í sameiningu krossleggja fingur og tær og vona að svo sé ekki.
En í dag er ég búinn að fara með bílinn í skoðun. Það var ekki skemmtileg ferð. Bíllinn minn, þessi hvíta þruma sem hann er, fékk grænan miða. Þegar ég spurði af hverju þá sagði skoðunarmaðurinn "það er fullt" eins og það væri of langt mál að telja upp og það borgaði sig fyrir mig að leggja Toyotuni fyrir fullt og allt.
Í ljós kom að hann er aðeins farinn að freta, ekki mikið, bara aðeins. Og það vantar stöðu-og númeraljós.
Ég er enginn eldfaugasérfræðingur, en mér finnst þetta ekki fullt. Skipti um tvær perur og læt sjóða aðeins í pústið og lagó, málið er dautt.
Ljósi punkturinn í þessu er þó sá að núna ek ég um á partialy grænum bíl. Þarf ég þá nokkuð að kolefnisjafna?
góða helgi lömbin mín
/JFK
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home