JFK

The wonderful world of John

Thursday, February 07, 2008

Eins og flís við rass

Hvar er ég staddur nema í Vídd? Hvergi, ég er í vídd.

Tengdó farin til Kanarí og þá er JFK kallaður til sögunar til að tryggja að Akureyringar fái sínar flísar. Og það fyrsta sem JFK gerir þegar mætir í Vídd til að tryggja umræddum Akureyringum umræddar flísar? Bloggar.

Yessiríbob. Það er ekki það að neitt sé að frétta. Er í refsirétti núna, var að klára félagarétt og svo er einn áfangi í viðbót og mastersritgerð og hvissbúmm, kallinn orðinn lögfræðingur. Fræðingur í lögum.

Svo langar mig að koma því á framfæri við þann sem málið varðar; Ekki meiri snjó. Þetta er orðið fínt af snjó. Ég nenni ekki að skafa bíllinn minn16x á dag. Hættu þessu.

/JFK

1 Comments:

At 11:22 PM , Blogger Dagný Rut said...

Afhverju bloggaðiru ekki í þessum veikindum þínum?
Hafðiru eitthvað merkilegra að gera? Ég trúi því ekki uppá þig að þú hafir legið í rúminu og lesið skólabækur! Jón Fannar!!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home