JFK

The wonderful world of John

Thursday, September 27, 2007

Flabbergasted

bíddubíddu bíddu. Ég var rétt í þessu í mestu makindum að vinna í verkefninu sem ég á að skila á morgun og sjónvarpið var í gangi. Þeir sem vilja setja út á það, go for it. Ég læri þótt að það sé kveikt á sjónvarpinu. Get ekki lært í þögn, verð stressaður.

Anywho, ég heyri útundan mér að það er verið að kynna myndbönd mánaðarins. Ekki frásögum færandi nema þegar að þulurinn vippar sér í að kynna nýja mynd um stökkbreyttar unglingsskjaldbökur. Eins og það sé ekki nógu fáranlegt.
Alltént var þetta myndband auglýst undir heitinu "teenage mutant ninja skjaldbökunar" Nú spyr ég sjálfan mig " Af hverju, ó af hverju var ákveðið að þýða ekki teenage, ekki mutant, ekki ninja heldur bara turtles!?!"

Sennilega á ég eftir að fara í gröfina hafandi aldrei fengið svar við þessari spurningu, en hún brennur á mér núna.


Well verð að klára skaðabótaréttinn, við skulum segja að aðalmaðurinn í verkefninu sem heitir því guðdómlega nafni Jón (nema hvað), hefði ekki átt að fara framúr umræddan dag

/JFK

4 Comments:

At 2:29 PM , Anonymous Anonymous said...

Jahh það er bara búið að rífast svo mikið um það hvort bera eigi þetta orð fram sem [turt-les] eða [tör-t'ls]... Heyrði því fleygt - ekki á færeyzkan máta - á skrifstofunni. Oft þegar svona vafamál koma upp er hringt í okkur norðanmennina og við spurðir álits, en ekki í þetta skiptið þar sem við hefðum ekki tekið í mál að mixa íslenskunni og enskunni togeather í sömu setningunni. Hver gerir svoleiðis?! Það bara má ekki!

 
At 1:12 PM , Blogger RobbiK said...

Hvernig þýðir þú ninja á íslensku?

 
At 9:21 PM , Blogger JFK said...

Þú segir nin-ja þegar það er ísl. Það er hinsvegar nin-dhja á ensku. U see?

 
At 8:38 PM , Blogger Unknown said...

Það bara þýðir ekkert að vera að rífast um þýðingar. Kei?

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home