Zub Zero
Kemst alltaf í blogg-gírinn þegar ég er í Vídd. Og áður en þið spyrjið þá er alveg nóg annað að gera í vídd en að sitja fyrir framan tölvuna og blogga. En þar hafiði það.
Íííííískalt úti og svei mér ef jólin fara bara ekki bráðum að koma. Ætla að skreyta fullt í ár því að ég var á kanarí um síðustu jól og missti eiginlega af því. En ég er vinur Ziggapé þannig að ef að mig vantar atvinnumannaráðleggingar þá hringi ég í hann. held að hann byrji að skreyta fyrstur á Akureyri og er sá síðasti til að taka niður.
En skattaréttur heldur ótrauður áfram og mér finnst það ekki gaman. Próf á föstudaginn og skila verkefni á föstudaginn. Mér leiðist ekki þrátt fyrir að finnast þetta leiðinlegt. Það er nebblega ekki það sama
/JFK
0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home