JFK

The wonderful world of John

Friday, October 12, 2007

Smooth operator

Þá er jón kominn á gamalkunnar slóðir, flísaverslun Vídd no less. Verð að vinna aðeins meðan tengdó er í Kína. Spauglaust, Kína.

En ég er að fara í vísindaferð í SagaCapital á eftir. Var reyndar að þjóna þar þegar þeir opnuðu þannig að ég veit alveg úti hvað ég er að fara. Húsakynnin eru glæsileg og alveg samboðin Jóni ykkar. Ætla að reyna að verða mér úti um eitt stk vinnu eða svo, sjáum hvernig það fer. Það er nebblega þannig að þegar tveir bjórar eru komnir í bumbuna á Jóni þá er hann smooth talker, fjórir bjórar ekki svo mikið og eftir sex stk er jafngott að Jón segi bara ekki neitt.

En sólin skín, hún er fín. Heitt og gott veður, smá vindkæling í gangi en ekkert sem drepur mann.

skattaréttur er byrjaður og ef ég myndi segja ykkur að hann væri áhugaverður, þá væri það helber lygi.

/JFK

2 Comments:

At 9:15 AM , Blogger Farbror Willy said...

Þú ert allavega helvíti góður í sænsku eftir 6 bjóra, veit samt ekki hvort það hefur orðið þér til framdráttar í þessari vísindaferð.

 
At 5:12 PM , Blogger RobbiK said...

Er eitthvað spaug við Kína, ég er að fara þangað eftir nokkrar vikur :)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home