JFK

The wonderful world of John

Wednesday, April 02, 2008

Gasolina

Eftir margra vikna umhugsunarfrest hef ég ákveðið að blogga. Það á svo eftir að koma í ljós hvort að sú ákvörðun borgi sig.

Anywhooo...
Er að skrifa ritgerð. Er með skrifstofu á Borgum sem ég deili ásamt Geira. Dandala fínt allt saman og ritgerðin mjatlast áfram á sínum hraða en ekki mínum. En þetta hefst allt saman.

Varð vitni að sjaldgæfum atburði í gær. Mótmæli samlanda minna gegn háu bensínverði og á sjöunda tug trukka að mér skilst sem tóku þátt í því. Ekki ætla ég að halda tölu um málstaðinn sem slíkan (enda Bjarki búinn að gera því góð skil á www.bjarkis.com). Hins vegar langar mig að benda á að í fyrsta skipti í langan tíma eru menn að sýna hug sinn í verki. Við erum evrópu, heims og smáþjóðameistarar í tuði en yfirleitt gerum við ekkert annað en einmitt það. Tuðum.

Nú virðist hinsvegar sem allnokkrir hafi tekið sig til og ákveðið að gera eitthvað annað í málunum. Mér finnst það allt að því aðdáunarvert. En ég hef ekki lent í töfum vegna þessa og þarf ekki að ná í barn á leikskólan, ná flugi eða mikilvægum fundi. Þá væri kannski annað hljóð í skrokknum.

Það skiptir ekki máli hvort að ég hafi samúð með málstaðnum eða ekki. Mér finnst fínt að menn skuli láta verkin tala en ekki bara orðin tóm.

Svo að lokum,
verður þetta síðasta bloggfærslan eða ekki?

/JFK

4 Comments:

At 2:53 PM , Blogger Örvar said...

Duglegur strákur Jón, Jón. Ég vissi að það kæmi að nýju bloggi hjá þér...

 
At 6:12 PM , Anonymous Anonymous said...

síðasta bloggið þangaðtil næsta kemur er það ekki?... keep up the good blog dude!

Humm kannski smávægilegt steinakast í glerhúsi hérna hjá mér :P

 
At 7:23 PM , Anonymous Anonymous said...

Jú þú munt blogga aftur, þú bloggar alltaf aftur!! :)

Kveðja frá löngu týndu vinkonunni Villu

 
At 1:35 AM , Blogger Dagný Rut said...

Ég byrja alltaf að syngja Gasolina lagið þegar ég opna síðuna þína... en já blogg og meira blogg! If not for you, do it for me!!! Segðu mér hvað er að gerast í herberginu sem þú og hotsexychocolate deilið í skrifunum...

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home