JFK

The wonderful world of John

Tuesday, October 18, 2005

HM í Germany, why the hell not?

Þá er þessi dagur alveg að verða búinn. Það er í raun alveg fáranlegt hversu stutt það er til jóla og tíminn líður hratt á gervihnattaröld. Þetta er alveg jafn satt í dag og það var þegar að Icy-flokkurinn var og hét. Það sem þau voru töff.

Allaveganna þá hringdi Atli bróðir í gær, en eins og alþjóð veit eru þau að flytja til Danmerkur á næsta ári. Við spjölluðum heillengi og áttaði mig á því að ég þarf að vera duglegri að hringja í kvikindið.
Við komumst hinsvegar að því, eftir þó nokkrar pælingar, að það er ekkert voðalega langt til Þýskalands frá Danaveldi. Svo áttuðum við okkur á því að HM í fótbolta fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Þá leið ekki langur tími þangað til að við fengum hugljómun. Hvernig væri að skella sér á leik. Það væri reyndar alveg geðveikt, en eins og Halla mín myndi segja "góður draumur maður".
Maður getur víst ekki leyft sér allt og í ljósi þess að við erum að kaupa okkur íbúð, þurfum bráðnauðsynlega að kaupa okkur bíl og þessháttar smáhluti sé ég það ekki gerast að ég fari út.

Annars hefur dagurinn liðið, erfitt að komast hjá því. Við félagarnir náðum að klára fyrirlesturinn, ég er búinn að fara á æfingu og ætla svo í skólann í kvöld að kikka á Jessup. Svo verður kvöldinu slúttað með bíóferð með henni Höllu minni.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni en ætla að kveðja með hugleiðingu/staðhæfingu:

"Fólk sem les bloggið mitt getur/á að vera duglegra að commenta"

Hvað finnst ykkur?

Ykkar einlægur, síðustjóri (það er sko ég, Jón Fannar. Þetta er mín síða og ég stjórna henni; ergo:síðustjóri

8 Comments:

At 6:52 PM , Blogger ziggipeter said...

Þetta er svo erfitt kommenta kerfi hjá þér! alltaf eitthvað ves og svona pin númer og svona!!!!

 
At 8:01 PM , Blogger JFK said...

Hehe, já ég geri mér grein fyrir að það þarf að uppfylla ákveðin greindarskilyrði svo að hægt sé að láta ljós sitt skína á síðunni.
Ég bý hinsvegar svo vel að allir þeir sem að ég þekki uppfylla þau skilyrði og vel það.... ;)

 
At 8:09 PM , Blogger Mastro Titta said...

Ljóst er að stífar öryggisráðstafanir verður að gera. Enda um mikilvægt blogg að ræða.

 
At 9:14 PM , Anonymous Anonymous said...

Össssss.....
Eins og þú getir ekki sparað fyrir einu stykki af HM??
Hérna er sparnaðarplanið: engar bíóferðir, bús+djamm einu sinni í mán (nema þegar ég kem í heimsókn), sveittir norðlenskir borgarar á bannlista og selja 1/7 af fataskápnum þínum (eða bara skila því sem þú hefur aldrei farið í) og þá er málið dautt. c",)

Kveðja

hagsýni bróðirinn....

Ps. Litli frændi er alveg brjálaður yfir því að það sé ekki linkur inn á hann

 
At 11:24 PM , Anonymous Anonymous said...

ÉG KEM MEÐ....sammála brósa ekkert mál að Spara númer 1.2og3 síðustjórinn verður að stoppa þessa bjórdrykkju sína,svo getur hún Halla fengið vinnu í dressó ef það bjargar einhverju.

 
At 8:33 AM , Anonymous Anonymous said...

Blessaður Jón Fannar, ég vissi ekki að þú værir með blogg.
Takk kærlega fyrir kveðjuna til Gurrýjar litlu. Ég og Gurrý kíkjum stundum á litla frænda þinn, algjör dúlla.
Svo þið Halla eruð að fara að kaupa íbúð, habarasonna!
Á Akureyri?
Gangi ykkur vel í leitinni, kaupið eitthvað flott :)
Ég skal reyna að kenna Svessa mínum á símtækið, hann er mjög latur við að nota slíkt nema rétt svo til að hringja í kelluna sína.
Heyrumst síðar, Stína

 
At 10:16 AM , Anonymous Anonymous said...

Þú ert fyndinn...;)

 
At 2:57 PM , Anonymous Anonymous said...

Hahahha ertu ekki að kidda mig eða?

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home