Ör-blogg
Upprunninn er föstudagur, sem er gott. Verð samt að vinna í greinargerð alla helgi sem er ekki jafn gott.
Vinnan gengur annars bara vel og ekkert hægt að kvarta og væla neitt. Þetta er góður hópur sem er að vinna að þessu og því til stuðnings vil ég nefna að ekkert af okkur er búið að reyna að drepa annað af okkur. Þetta er í mínum augum ákveðið afrek þar sem að við hírumst inní lítilli kompu dögum saman.
EM fór vel af stað og Ólafur Stefáns þurfti náttúrulega að eiga stórleik eftir bombuna sem ég lét falla á síðunni. En hey, það er bara gott, við unnum. Svo er að sjá hvernig framhaldið verður, en ég ætla að hafa gaman af þessu.
Sonnaerettabara,
JFK
2 Comments:
Update;
Ólafur Stef. verður ekki með í kvöld gegn danadjöflum vegna meiðsla. Þetta kemur fram á mbl.is.
ég er að spá í að hætta að tala um Óla á þessari síðu...
JFK
Þó svo við höfum ekki ennþá drepið hvort annað eftir allar okkar samverustundir inní lítilli kompu, að þá hefur ef til vill eitthvert af okkur hugsað það...
Nei nei, við erum eins og ein fjölskylda, rekum við, ropum, étum ruslfæði saman og hlustum á spennandi sögur frá Þór um samsæriskenningar tengdum Bandarískum stjórnvöldum.
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home