JFK

The wonderful world of John

Sunday, February 19, 2006

Brenndur munnur forðast fondú...

Jæja þá er þessari helgi að ljúka og enn styttist í för mína vestur um haf. Ég hlakka til.

Þetta var annars frekar annasöm helgi og nóg um að vera. Fór í bíó á föstudaginn, miðnætur kraftsýningu á mynd sem fjallaði um hina ára/aldalöngu baráttu sem geysað hefur á milli vampíra og varúlfa. Myndin var fín, þú færð held ég nákvæmlega það sem þú átt von á þegar þú ferð á svona mynd.

Á laugardag var svo vinna þar sem ég og Jói mössuðum daginn tveir. Ziggi kom og leysti okkur af í mat og bjargaði málunum þannig.
Svo var haldið heim og hafist handa við að undirbúa þorrablót slash fondú party. Þar átti ég snilldar tilþrif þegar ég ákvað að taka fyrsta kjötbitann beint af spjótinu í stað þess að leggja hann á diskinn og nota hnífapör. Niðurstaðan; brunasár á vörum og tungu. Snillingur.

Sunnudagur kom þá fast á hæla laugardags, og konudagur í þokkabót. Ég gaf Höllu minni árshátíðarskó (sem hún var auðvitað búin að velja) og þótti hafa staðið mig vel.
Svo var vinna með sykurpúðanum Zigga þar sem við fórum, eins og venjulega, á kostum.

Halla mín á svo afmæli þann 22. sem þýðir að febrúarmánuður er veskinu mínu erfiður. Fyrst taka menn uppá að hafa eitthvað sem heitir Valentínusardagur, svo konudag og að lokum afmælisdag. Hvernig væri að normaldreifa þessu yfir árið svo að fátækir námsmenn á leið til USA höndli þetta? Maður spyr sig...

En nú er ég staddur uppá bókasafni að læra fyrir seinna prófið í stjórnsýslulögunum. Er hægt að hafa það betra?

JFK

2 Comments:

At 1:55 PM , Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með konuna þína!

kv.Helena

 
At 9:31 PM , Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Halla! ...Jón þú kyssir hana frá okkur ;)
Knús frá Danmörku,
Atli, Eva og Magnús Máni (alveg að verða 1 árs!!!) :)

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home