JFK

The wonderful world of John

Monday, March 20, 2006

Niðurtalningin er hafin

Þá eru fjórir dagar í D.C. sem er náttúrulega bara fáranlegt. Eftir sex mánaða undirbúning er loksins komið að þessu. Sonneretta.
Það þýðir aftur að næstu fjóra daga verður lítið sem kemst að í lífi okkar sem ekki tengist Phillip C. Jesus keppninni á einhvern hátt.

Helgin var með rólegasta móti, afrekaði það að vinna og næla mér í kvef. Ég held að ég sé með eitthvað það lélegasta ónæmiskerfi í álfunni. Er að bryðja allar töflur sem að ég kemst í til þess að losna við þetta helv... og vonandi að það gangi upp. Er hinsvegar búinn að tilkynna þeim sem hafa áhuga á að ég fer út þó að ég sé kominn með lungnabólgu og byrjaður að hósta blóði. Það verður farið til usa og ekkert með það.

Okkur var bent á að búa til bloggsíðu fyrir jessup-liðið þannig að þeir sem áhuga hafa geti fylgst með framvindu mála í D.C. Slóðin er www.islandsmeistarar2006.blogspot.com og hvet ég sem flesta til þess að kikka á þessu. Við ætlum að reyna að henda inn upplýsingum þegar við erum þarna úti og aldrei að vita nema myndavélin verði tekinn upp.

En ég ætla að snúa mér aftur að the international court of justice. Good times!

JFK

1 Comments:

At 9:04 AM , Anonymous Anonymous said...

Það er núna bara harkan og ekkert annað!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home