Lögleiðing eiturlyfja og ammæli
Fyrst ég er hérna þá get ég alveg eins bloggað.
Panell í gær þar sem að við fórum á kostum. Vorum að halda ræðurnar okkar fyrir þungarvigtarfólk í þjóðarrétti og þóttum bara standa okkur vel. Núna eru líka bara níu dagar þangað til við förum út þannig að það er eins gott að þetta sé að smella saman.
Fór í ræktina í fyrsta skiptið í árþúsund í gær. Það var fínt og ég finn aðeins fyrir því í litla kroppnum mínum, strengir og solleiðis.
Byrjaði í nokkuð áhugaverðum áfanga á mánudaginn. Hann fjallar í grófum dráttum um hvort að lögleiða eigi eiturlyf. Kom mér á óvart hversu margir eru til í að skoða þann möguleika, ég þar meðtalinn. Legg þó áherslu á "að skoða þann möguleika". Það eru rök í báðar áttir og umræður í tíma hafa verið áhugaverðar. Vonandi verður þar áframhald á.
Annars er nóg að gera og styttist óðfluga í afmælisdaginn minn. Í fyrra voru mamma og pabbi í útlöndum þegar ég átti afmæli. Fyrir þá sem ekki vita er ég mikið afmælisbarn og verð að viðurkenna að ákveðin vonbrigði og sárrindi fylgdu því að foreldrar mínir hafi ákveðið að flýja land á þessum merkisdegi. Ég sá mér því leik á borði og ákvað að hefna mín í ár. Það eina sem ég þurfti að gera var að koma mér í jessup-lið, læra eins og vitleysingur í fjóra mánuðir, leggja elstu lagadeild á Íslandi af velli og hvissbúmm ég er kominn með farseðil til Washington.
Keppnin verður semsagt sett þann 26.mars sem eins og allir vita er ammælisdagurinn minn.
Anywho, er að huxa um að hafa þetta ekki lengra í bili, þarf að vinna aðeins í ræðunni.
JFK
1 Comments:
Jón! Það er "hviss-bamm-búmm" EKKI "hviss-búmm" döööö!
Já ég sé svo að þú ert ofboðslega klár í að hefna þín...NOT. En við munum gera eitthvað súperskemmtilegt á ammlisdaginn þinn í Washington. Það er aldrei að vita nema ég fái krakkana frá Kirgistan, Afganistan, Írak og Kína til að mæta í fjöldasöng og syngja fyrir þig svona í tilefni ammlisdagsins!
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home