JFK

The wonderful world of John

Wednesday, August 09, 2006

Jíbbí Cola

Versló komin og farin. Get ekki sagt að ég hafi verið áberandi í skemmtanalífi bæjarins þessa helgi en gerði heiðarlega tilraun á laugardaginn. Var að vinna í dressmann, aðeins í íbúðinni og fór svo austur á sunnudaginn og smíðaði eins og eitt stykki sólpall.

En í gær var byrjað að bera inn hluti í íbúðina sem eiga að vera í íbúðinni. Þar á meðal þvottavél, þurrkari og ísskápur. Það verður semsagt hægt að kæla bjórinn framvegis sem er ekkert nema fullkomið. En þessi þvottavél er afkvæmi djöfulsins. Það er bara svoleiðis. Ég og Jói Tönn bárum þetta upp og það þurfi að blása tvisvar í mig lífið og hnoða Jóa einu sinni. En upp fór kvikindið og það er eins gott að hún skili þvottinum hreinum.
Annars á þetta að vera voða fín græja, bluetooth tækni og what not. Sem þýðir aftur að ég á að geta hringt í vélina og startað henni þannig. Þetta er fídus sem ég kem sennilega aldrei til með að nýta mér en það er gott að vita af þessu.

anywhooo
/JFK

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home