Am I my parent's car keeper? yes I am
Styttist í helgi og það er rigning. Viðbrögð mín við regninu komu mér á óvart, mér fannst bara fínt að fá pínu rigningu. Kom mér á óvart segi ég því vanalega þoli ég ekki þegar það rignir.
Ma og Pa flugu til úgglanda í gær og ég á að passa að ekkert komi fyrir bílinn þeirra. Besta leiðin til að passa það er að sjálfsögðu að vera sem mest í honum.
Die Hard er að koma í bíó sem er gott. Ég er hinsvegar næstum því á því að sjá þá mynd ekki vegna einnar auglýsingar. Umrædd auglýsing er þannig að ég fer í vont skap bara við það að sjá hana, eða eins og Jói Tönn myndi orða það "ég tryllist". Ég er að sjálfsögðu að tala um dominos auglýsingarógeðið með gaurnum og "búktalarabrúðunni" Ég stífna hreinlega upp og froðufelli þegar ég heyri "Die hard, mega hard"
Öfgakennd viðbrögð? kannski.
/JFK
1 Comments:
Já alltaf þurfa Þjóðverjarnir að eiðileggja allt! Hvað á þessi nýja að heita í Germaníu?
Die Hard in der Arschloch, Ja!
those bloody wankers...
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home