JFK

The wonderful world of John

Thursday, June 28, 2007

Barstúls anyone?

Þetta er undarlegur andskoti. Ég er farinn að hrynja útaf tengla listum hjá vinum og vandamönnum, wulfmorgenthaler er hættur að senda mér "daily comic strip" og eini tölvupósturinn sem ég fær er rusl. Fólk er farið að læsa bloggsíðunum sínum og mbl.is er nánast það eina sem ég get stólað á.

Mér líður eins og ósýnilega manninum á netinu sem vissi ekki að hann væri ósýnilegur.

En nóg um það. RVK er það heillin og það verður lagt íann í dag ettir vinnu. Framundan er matarboð, ferð í IKEA að kaupa barstóla og þjóðarbókhlaðan. Held að þetta verði helv gaman því það er langt síðan ég hef farið suður og verið í einhverja daga.

Reyndar er margt sem að ég þarf að græja í dag en hey! Ég vinn best undir pressu.
Það er reyndar lygi, ég kikkna auðveldega undan álagi. Við sjáum hvernig þetta fer.

/JFK

1 Comments:

At 6:17 PM , Anonymous Anonymous said...

Var að pæla í að commenta ekki á þetta til að ýta undir ósýnilegu-complexana hjá þér... en ég á bara ekki það mikið af nastíness í mér. Sparta það þangað til einhver sem á það skilið verður á vegi mínum.

Annarz; have a bloody marvelous time í borg óttanz, mate.

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home