JFK

The wonderful world of John

Thursday, November 10, 2005

Ræðuhöld

þá var "generalprufa" á ræðunum okkar fyrir Jessup haldin í gær. Gekk svona eins og búast má við í fyrstu prufu. Þarf að laga ýmislegt en mér fannst þetta bara þrælflott hjá okkur ef á heildina er litið.

Svo var hádegisverðarfundur með Guðmundi Alfreðssyni á Greifanum í gær. Sá maður er gangandi alfræðiorðabók um allt sem viðkemur þjóðarrétti og þetta var mjög árangursríkur fundur. Gott að sjá að við virðumst vera á réttri leið með þetta allt saman og hann þurfti lítið sem ekkert að leiðrétta okkur.

Við erum búin að fá íbúðina afhenta, gerðist aðeins fyrr en við áttum von á þannig að það er bara gott. Varð samt helv fúll með ástandið á henni, var búinn að leggja ríka áherslu á að hún yrði vel þrifinn en það var ekki. Gólfin voru skítug, klístruð sumstaðar, baðherbergið frekar subbulegt og búið að rífa öll ljós úr stofunni, ekki einu sinni rússastæði skilið eftir. Ég hringi á fasteignasöluna og fékk frekar dræm viðbrögð, eiginlega bara sagt að þetta væri svo lítið mál að ég ætti að redda þessu sjálfur.
Mér finnst það bara alls ekki vera pointið í þessu. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég get skúrað gólf, þrifið baðherbergið og reddað smáhlutum. Ég var hinsvegar alinn þannig upp að maður á að skila hlutum af sér eins og maður vill koma að þeim. Kannski er ég bara að tuða og væla. Og ég vil ekki að fólk misskilji það sem ég er að segja. Ég er alveg hreint þvílíkt hamingjusamur að vera búinn að kaupa íbúð, hafa fengið hana á góðu verði og allt það. En svona smáatriði telja.

Jæja, mér líður betur. Fínt að pússta aðeins á blogginu, því að bloggið tekur þetta allt saman, skilur alveg hvað þú ert að meina og drullar ekki yfir þig tilbaka og segir þér að hætta þessu væli. Mér þykir vænt um bloggið mitt.

En í dag er fimmtudagur og það gerðist eiginlega bara svona alltíeinu. Þetta líður alveg ofboðslega hratt og maður hefur vart undan. Fyrr en maður veit af verða kominn jól og svo nýtt ár. Jahérnahér.

En helgin er semsé framundan og stefnir allt í að þetta verði rólegheita helgi. Enda er liðið að æfa af svo miklum krafti þessa daganna að maður þarf helgina til þess að hlaða batteríin.

Hef þetta ekki lengra að sinni,
kisskiss JFK

4 Comments:

At 4:32 PM , Blogger Mastro Titta said...

Það er ólýsanlega töff að ganga með stofnskrá S.þ. á sér öllum stundum! Á það ber að stefna.

 
At 8:57 PM , Blogger Geiri said...

Hættu þessum steiting. Það er svalt að commenta hjá sjálfum sér. Jú Jessupp (hér má einnig bæta við orðum eins og plonker, píípííhead og donkeybrain þeas í staðinn fyrir jessupp, jessupp má samt nota í margt eins og jessupp maður þeas í staðinn fyrir wassup maður. Jesssupp er eðal orð) jú!!!!!

 
At 1:49 PM , Anonymous Anonymous said...

ISS Ísland. Alhliða hreingerning. sími: 462-6363

 
At 8:10 AM , Blogger ziggipeter said...

Jammmss!!!
Þetta eru að verða ansi margir dagar sem þú hefur "ekki gleymt" að blogga!!!!!!

 

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home