JFK

The wonderful world of John

Monday, November 07, 2005

Tíminn flýgur

Þá er enn ein helgin afstaðin. Ég hef tvisvar reynt að blogga um helgina og ekkert gengið. Textinn, sem var að sjálfsögðu meistarasmíð, hvarf alltaf þegar ég ætlaði að publisha. Ég nenni ekki að standa í því.

En aðalatriði helgarinnar eru þessi. Á föstudaginn kíkti ég til Bjarka bekkjarfélaga en tjallinn átti ammæli. Það var gaman en ég var kominn heim rúmlega tólf þar sem að ég þurfti að vinna á laugardeginum. Það var eins gott að ég var ekki lengur því að það var brjálað að gera í stressmann, enda afmæli Glerártorgs og nóg um að vera.

Laugardagskvöldið var svo tileinkað Helenu en hún hélt upp á ammæli sitt í sunnuhlíð. Kvöldið var vel heppnað og einkar skemmtilegt. Friðrik Ómar kom og söng fyrir frænku sína og ég stend við mín fyrri ummæli um þann dreng. Boy oBoy getur hann sungið.

Svo var vinna á sunnudaginn og kvöldið tekið í video með Höllu minni.
Eins og sést þá fór lítið fyrir Jessup þessa helgina en það verður bætt upp í vikunni. Guðmundur Alfreðs er að kenna okkur núna og við Jessup keppendurnir sitjum þá tíma. Enda fjalla þeir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða og það getum við nýtt okkur í keppninni. Svo er Guðmundur þræl góður kennari og tímarnir skemmtilegir.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna,
bið að heilsa í bilinu, JFK

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home